Stöðugar umbætur í rekstri Símans – líka fyrir IT

4. okt. 2016 kl. 8.30 – 9.45


Á fundinum verða tvö athyglisverð erindi:

Fyrra erindið fjallar um stöðugar umbætur í rekstri Símans, samspil við áhættustýringu og annað eftirlit.

Seinna erindið fjallar um hvernig megi nálgast skipulag og útfærslu verklags við stöðugar umbætur. Farið verður yfir aðferðafræði og samspil við framkvæmd áhættumats, úttekta og innra eftirlits til að ná árangri við að líta heildstætt á skipulag og þannig ná fram umbótum á mun markvissari hátt. Einnig verður komið inná nýju persónuverndarlöggjöfina (General Data Protection Regulation) og hvernig aðferðafræðin fellur að henni.

Framsögumenn

Guðbjörn Sverrir Hreinsson, öryggisstjóri Símans. Hann hefur starfað í 20 ár sem stjórnandi á sviði upplýsingatækni og öryggismála hjá Símanum og Skímu.

Ólafur Rafnsson, meðeigandi Formanna. Hann er kerfisfræðingur og Lead Auditor í ISO 27001 og Certified Information Systems Auditor frá ISACA og hefur starfað í mörg ár við ráðgjöf á sviði upplýsingatækni- og öryggismála m.a. hjá KPMG og Capacent.

Elísabet Árnadóttir, gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs Arion banka. Elísabet er verkfræðingur og hefur starfað við öryggis- og gæðamál m.a. hjá Arion banka og Össuri.

      

Fundarstaður
Síminn, Ármúla 25 aðalinngangur. Fundurinn fer fram í kennslusal Símans.

Skráning á fundinn hér