Katrín Salmía Dögg Ólafsdóttir – Sérfræðingu í gæðamálum hjá Landsneti
Landsnet leggur áherslu á öflugt umbótastarf og að gera betur í dag en í gær. Það er og mikilvægur þáttur í menningu fyrirtækisins og undirstaða framfara.
Skjöld er eitt þeirra ráðgjafafyrirtækja sem Landsnet hefur leitað ráðgjafar hjá, tengt áhættustjórnun og upplýsingaöryggi. Ólafur Róbert hefur veitt okkur góða og fagmannlega þjónustu en áratuga reynsla og yfirgripsmikil þekking hans hefur nýst okkur vel.
Eyjólfur R. Stefánsson – eigandi og umsjónaraðili stjórnunarkerfis hjá Tölvuþjónustunni
Við höfum haft það að leiðarljósi í okkar rekstri að tryggja fagleg og vönduð vinnubrögð fyrir okkar viðskiptavini. Undanfarin ár hefur ráðgjafi hjá Skjöld ráðgjöf aðstoðað okkur við innleiðingu og viðhaldi á vottuðu verklagi við stjórnun upplýsingaöryggis með mjög góðum árangri. Áratuga reynsla og þekking ráðgjafa á áhættustjórnun og upplýsingaöryggi hefur nýst okkur vel og hefur hjálpað okkur við að ná stöðugum umbótum í rekstri og þjónustu.
Ármann Jónsson – Áhættustjóri, Stjórnunarkerfi og umbætur hjá Landsvirkjun
Landsvirkjun hefur starfrækt vottuð stjórnunarkerfi um árabil og hefur unnið náið með Skjöld ráðgjöf undanfarin ár við útfærslu og innleiðingu á samhæfðri áhættustjórnun.
Yfirgripsmikil þekking, áratuga reynsla og fagleg vinnubrögð starfsmanna Skjöld og hefur skilað okkur góðum árangri.
Við þjónustum allar gerðir skipulagsheilda
Áhættustjórnun snertir skipulagsheildir af öllum stærðum í öllum geirum. Sumir viðskiptavina okkar hafa starfrækt vottuð stjórnunarkerfi í áratugi og taka virkan þátt í þróun og útfærslu lausna á meðan aðrir eru að hefja göngu sína í áhættustjórnun eða vottunarferli.
Við sérsníðum þjónustuna að þínum þörfum.
Skilvirk áhættustjórnun byggir á fjölda markmiða sem þarf að rýna reglulega og uppfæra í þeim tilgangi að ná fram stöðugum umbótum. Vöktun áhættu og útfærsla áhættuvísa reynist oft vandasamt verk en skýr útfærsla í Skjöld einfaldar verkefnið til muna. Prentaðu út skýrslu fyrir staðhæfi um vottun samkvæmt ISO 27001 (Statement of Applicability) með skýra tengingu við áhættu.
Skilvirkari og einfaldari áhættustjórnun
með sérhönnuðu áhættukerfi
Ráðgjöf
Við aðstoðum fyrirtæki, sem þegar eru að vinna með staðla við að einfalda utanumhald og endurvottanir og fyrirtæki sem stefna á vottun og þurfa aðstoð við innleiðingu. Við mætum þér þar sem þú þarft!
-
Framkvæmd áhættumata
-
Innleiðing á áhættustjórnun
-
Innleiðing á ISO/IEC 27001
-
Innri úttektir
-
Útfærsla mælanlegra markmiða
Verkefnaáhætta
Stærri verkefni krefjast gjarnan sértæks áhættumats. Láttu reynslumikla sérfræðinga hjá Skjöld einfalda verkið og spara tíma.
-
Vinnustofa fyrir áhættumöt
-
Sér skrá sem einfaldar framkvæmd
-
Endurnýtir fyrri áhættumöt
-
Tenging við rekstraráhættuskrá
-
Einföld framsetning og úrvinnsla
-
Byggir á alþjóðlegum stöðlum
Viðskiptavinir okkar
Fylltu inn formið og ráðgjafi hefur samband, þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga.