top of page
office-1209640.jpg

Ráðgjafar okkar hafa sérhæft sig í að einfalda framsetningu og úrvinnslu flókinna upplýsinga.

Fáðu sérfræðinga til liðs við þig! Við þjónustum fyrirtæki með allt frá ráðgjöf, innleiðingu og aðstoð við vottun Iso staðla, ásamt áhættustjórnun í einstökum verkefnum. 

Innleiðin

Ráðgjöf við áhættugreiningu og gerð áhættumats

Í áhættugreiningu er áhættumat gert út frá rekstrarlegu sjónarhorni. Í því felst m.a. kortlagning á áhættulandslagi, skráningu mikilvægra verðmæta/eigna, nauðsynlegum aðföngum, vægi þeirra fyrir skipulagsheildina, ábyrgð og fleira. Áhættumat er ætlað til innleiðingar og hagræðingar á verklagi sem kemur í veg fyrir eða dregur úr áhættu.


Sú aðferðafræði sem við beitum byggir á viðurkenndu verklagi og alþjóðlegum stöðlum og þriggja þrepa líkani (e.Three Lines Model) og snertir á öllum varnarlínum þess.

 

Með innleiðingu á Skjöld tryggir skipulagsheildin einnig hlítingu við helstu ISO staðla eða ytri kröfur þar sem krafist er áhættumats. 

Ráðgjöf.png

Dæmi um verkefni sem við vinnum fyrir viðskiptavini

Ahættumat.png
Samhæft.png
Þroskamat.png
Upplöryggi.png
Vottun.png

Framkvæmd áhættumata​
Innleiðing á samhæfðri áhættustjórnun
Þroskamat áhættustjórnunar
Innleiðing á stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi ISO 27001

 

Innri.png
mælanleg.png
hagadilar.png
Samfellt.png

Innri úttektir
Útfærsla mælanlegra markmiða
Hagaðilagreiningar og markmiðasetning
Áætlanir um samfelldan rekstur

Verkefnaáhætta

Niðurstöður skilvirkar og samhæfðar áhættustjórnunar

 •  Áhættustjórnun er samþætt starfseminni og hún nýtt til að styðja við ákvarðanatöku
   

 • Umfang áhættustjórnunar er í samræmi við umfang starfseminnar
   

 • Ábyrgð og starfsskyldur eru vel skilgreindar og öllu starfsfólki kunnugar
   

 • Áhættuviðmið eru skilgreind og raunhæft tillit tekið til þeirra við meðhöndlun á áhættu
   

 • Nýjar og aðsteðjandi áhættur eru auðkenndar

 • Að áhætta sé auðkennd, metin og við henni brugðist með viðeigandi hætti
   

 • Viðvarandi eftirlit með áhættu
   

 • Viðeigandi stýringar innleiddar og þær virkjaðar að teknu tilliti til kostnaðar hverju sinni
   

 • Að áhættuvitund innan starfseminnar sé tryggð með þjálfun, umræðu og upplýsingagjöf.

Greining áhættu
Aðstæður eru stöðugt að breytast og hættur einnig og er því mikilvægt að útfæra skilvirkt verklag og aðferðafræði til að hægt verði með auðveldum hætti að skrá og meta sviðsmyndir sem eiga við um verkþætti sem tilheyra áhættumatinu.


Auðkenning áhættu er nauðsynleg til að hægt sé að meta vægi áhættunnar m.t.t. þeirra viðmiða sem talin eru geta ógnað öryggi og haft áhrif á samfelldan rekstur. Því er mjög mikilvægt að koma á góðu verklagi til að hægt sé að festa í sessi áhættumat og auka vitund hagaðila á helstu áhættuþáttum sem varða starfsemina.

Aðferðafræði
Við útfærum skorfylki fyrir áhættumat sniðið að skipulagsheildinni ásamt skráningu á helstu verðmætum, ferlum, kerfum og öðrum mikilvægum þáttum. Áhætta er auðkennd og dregnar fram ógnir, afleiðingar og mikilvægar stýringar á vinnufundum með stjórnendum og er notast við slaufugreiningu.

 • Áhættumatsferli
  Þegar áhættumat hefur verið framkvæmt og metið hvort áhætta sé innan eða umfram skilgreind viðmið eru settar fram aðgerðir eða verkefni til að staðfesta virkni stýringa.

 •  

 • Áhættumat er ferli sem þarf að endurtaka reglulega og er lögð áhersla á að forgangsraða endurmati eftir vægi áhættu.  


 • Þá þarf að taka afstöðu til áhættumeðhöndlunar og endurmeta/uppfæra áhættuskrá meðal annars þegar verið er að gera breytingar á kerfum eða rekstri. Með því að skipuleggja verklag og nálgun með aðferðafræði þeirri sem ráðgjafar okkar innleiða er mun auðveldara að viðhalda áhættuskránni og forgangsraða endurmati eftir mikilvægi áhættuþátta hverju sinni.
  Með því að nota Skjöld verða til upplýsingar sem nýtast við útfærslu áhættuvísa svo auðveldara verði að meta frammistöðu áhættustjórnunar og tryggja virkni þess.

Fylltu inn formið og ráðgjafi frá Skjöld hefur samband, þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga.

Vantar þig aðstoð við að meta þörfina?

Takk fyrir fyrirspurnina. Við höfum samband fljótlega.

Hafa samband
bottom of page