top of page
21_olafur_robert_rafnsson_1-1000x620.jpg

Ólafur R. Rafnsson

Ráðgjafi (Partner)  - Áhættustjórnun og upplýsingaöryggi

Ólafur er kerfisfræðingur og Lead Auditor í ISO/IEC 27001 og Certified Information Systems Auditor frá ISACA síðan 2013. Ólafur starfaði hjá KPMG frá árinu 1998 til 2005, m.a. sem forstöðumaður upplýsingatæknimála og síðar sem ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum með áherslu á stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi rekstur kerfa og netöryggi.

Þá hefur Ólafur leitt fjölmörg verkefni sem varða framkvæmd á tæknilegum öryggisprófunum og aðstoðað við útfærslu á skipulagi við að festa í sessi reglubundnar úttektir á öryggi kerfa ásamt því að vinna við úttektir. 

Ólafur var öryggisstjóri hjá Tryggingamiðstöðinni 2006, framkvæmdastjóri hjá Capacent IT Services 2006-2008, CIO hjá Capacent International og ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingatækni hjá Capacent frá 2006-2016. Ólafur hefur leitt innleiðingar á stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi hjá fyrirtækjum í orku-, fjármála-, og tæknigeiranum mörgum þeirra hefur lokið með vottun ásamt því að hafa komið að innleiðingu og samræmingu áhættustjórnunar hjá fjölda fyrirtækja og stofnanna.

Ólafur er formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands og starfar nú sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi hjá Formönnum.

 

Netfang: olafur.rafnsson@formenn.is

elvar_thor_asgeirsson_formenn_litur.jpg

Elvar Þór Ásgeirsson

Ráðgjafi (Partner) - Hugbúnaðarsérfræðingur


Elvar er hugbúnaðarsérfræðingur, starfaði hjá VÍB sem hugbúnaðarsérfræðingur og forstöðumaður tölvudeildar frá 1996-2000, kom að forritun á eignastýringarkerfi bankans, sem varð eitt stærsta kerfi bankans og er enn í notkun, ásamt því að sinna daglegum rekstri. Elvar sá um eignastýringarkerfi bankans, nýsmíði kerfa fyrir Markaðsviðskipti, nýjan verðbréfavef (ergo.is) fyrir innlend og erlend verðbréfaviðskipti.

 

Elvar sá um þróun og rekstri á Kondor+ sem var viðskipta og áhættustýringarkerfi Markaða. Frá 2010 til 2013 var Elvar einn eigandi Dynax ehf , hugbúnaðarhús, og kom að smíði Nóra, skráningar og greiðslukerfi fyrir félagasamtök og hópa.  Frá 2012-2014 var Elvar BI Manager hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen  en starfar nú sem ráðgjafi við rekstur og útfærslu högunar gagnavöruhúsa hjá Formönnum.

Netfang: elvar@formenn.is

yasen_simeonov_2347x1455.jpg

Yasen Simenonov

Ráðgjafi - Hugbúnaðarsérfræðingur
 

Yasen er með MBA gráðu í fjármálum og bankaþjónustu og BS gráðu í hagfræði frá Háskóla í Sofia, Búlgaríu og starfaði við endurskoðun með námi. Árið 2010-2012 starfaði Yasen í UniCredit Bulbank stærsta banka í Búlgaríu, og sem sérfræðingur í innra eftirliti, tengt lántökum og fjárfestingum hjá International Asset Bank í Búlgaríu.

Þá kom Yasen að útfærslu á viðskiptamannakerfi (CRM) og við hugbúnaðargerð og gagnagrunnsrekstri. Árið 2014 hóf Yasen störf hjá Alvogen og starfaði þar við forritari við uppbyggingu á BI lausnum. Sú vinna fólst meðal annars í að innleiða sérsmíðaðar lausnir sem notaðar eru við bestun á ferlum við framsetning stjórnendaupplýsinga fyrir sölu- og fjármálasvið.

Yasen leiðir hugbúnaðargerð hjá Formönnum og er staðsettur í Búlgaríu og sér um viðhaldi á hugbúnaði og kerfum viðskiptavina sem og þróun á Xadd hugbúnaði og útfærslu á Excel sniðmátum.

Netfang: yasen@formenn.is

gudmundur_arnason_formenn_litur_edited.jpg

Guðmundur Árnason

Ráðgjafi - Verkefnastjóri
 

Ráðgjafi í rekstri og innleiðingu hugbúnaðarlausna með mikla reynslu og þekkingu á rekstri og skipulagi.Hót störf hjá Flugleiðir hf 1976-1979 verkefnastjórn birgðastýring og hugbúnaðarhönnun, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Pfaff ehf., 1979-1990, deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Íslenskri forritaþróun ehf. 1990-1994,  , framkvæmdastjóri hjá Bako ehf. 1994-2006 , CEO Ifoam ehf. 2006-2008, framkvæmdastjóri Icepark ehf 2009-2010, Sölu- og markaðsstjóri hjá Dynax ehf. 20010-2013, verkefnastjóri/ráðgjafi Greiðslumiðlun ehf 2013-2020, Verkefnastjóri Abler ehf, 2020-2021. Stýrði hönnun, innleiðingu, sölu og markaðssetningu á Nóra , Hvata og Stund á árunum 2010-2021 hjá nokkur hundruð rekstraraðilum og 20 sveitarfélögum. Stýrði innleiðingu á ÓpusAllt hugbúnaði hjá fjölda fyrirtækja.

Netfang: gudmundur@formenn.is

Yasen
Olafur
Elvar
Gudmundu
helgi_sigurdsson_litur.jpg

Helgi Sigurðsson

Ráðgjafi - Solution Architecht
 

Helgi er með 30 ára starfsreynslu í upplýsingatækni og hefur 10 mismunandi Microsoft gráður undir beltinu. Hann hefur starfað sem kerfisstjóri hjá Pósti og Síma (nú Síminn), Hagstofu Íslands og Capacent. Hann hefur einnig starfað sem ráðgjafi í upplýsingatækni hjá EDS Schweiz AG, EDS Norge AS, Opnum Kerfum og Capacent.  Síðust 11 ár hefur hann unnið sem ráðgjafi hjá Flexera Software EMEA Professional Services. Hjá Flexera hefur hann séð um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum þeirra og haldið námskeið fyrir viðskiptavini og samtarfsaðila Flexera. Helgi er höfundur verklega hluta FlexNet Manager Suite Technical certificate prófsins sem samstarfsaðilar verða hafa áður en þeir fá heimild til að innleiða kerfið hjá viðskiptavinum sínum.  Evrópskir bankar, bilaframleiðendur, opinberara stofnanir og alþjóðleg tæknifyrirtæki eru á meðal viðskiptavina sem Helgi hefur unnið fyrir á vegum Flexera.  Í dag starfar hann sem verktaki hjá Flexera samhliða starfi sínu sem ráðgjafi hjá Formönnum.

Netfang: helgi.sigurdsson@formenn.is

Flavia Formenn.jpg

Flavia Fabiana Santos Nery 

Gæðastjóri

Flávia er með bachelor gráðu í lífvísindum og MBA gráðu í stjórnunarkerfunum, um Umhverfi ISO/IEC 14001, Gæðakerfi ISO/IEC 9001, Heilsa og öryggi OHSAS 18001.

Um árabil starfaði Flávia hjá Laboratório Santa Clara Ltda, við viðhaldi á gæðastjórnunarkerfi og einnig hjá Novo Nordisk do Brazil. Flávia hefur víðtæka reynslu af innleiðingu og úttektum á stjórnunarkerfum og vann við það hjá einu af stærsta fyrirtæki í Brasilíu á sviði framleiðslu faratækja, SADA Transporte e Armazenagens S/A.

Flávia sá um innleiðingu á gæðastjórnunarstaðlinum ISO/IEC 9001 og við vottun á fjórum starfsstöðum félagsins sem sinna þjónustu við viðskiptavini eins og FIAT, IVECO, PSA (Citroen & Pegeout), Jaguar Land Rover. Þar að auki sá Flávia um innleiðingu á gæðastjórnunarstaðlinum á alls 11 öðrum starfsstöðvum félagsins. Sá um innleiðingu á ISO/IEC 14001 fyrir stærsta geymslusvæði ökutækja í Suður Ameríku með um 75þ ökutækjum. Flávia er nú ráðgjafi hjá Formönnum á sviði gæðastjórnunarkerfa og við innra skipulag og rekstur fyrirtækisins sem gæðastjóri.

Netfang: flavia@formenn.is

bottom of page