top of page

Stefnumótun

  • Pólitík, lög og samfélag

  • Orðspor

  • Markaðsumhverfi

  • Tækni og þróun

Fjárhagur

  • Fjármögnun og lausafé

  • Mótaðilar

  • Reikningsskil

  • Markaðir

Rekstur
 

  • Heilsa og öryggi

  • Net- og upplýsingaöryggi

  • Innviðir og búnaður

  • Kerfi og ferlar

Hlíting
 

  • Lög

  • Reglufylgni

  • Lausafé og fjármögnun

  • Áreiðanleiki fjárhagsupplýsinga

  • Viðskiptasiðferði

Verkefni

Áhættulandslag

Skilvirk áhættustjórnun byggir á fjölda markmiða sem þarf að rýna reglulega og uppfæra í þeim tilgangi að ná fram stöðugum umbótum. Helstu markmið áhættustjórnunar eru eftirfarandi:

  • Að áhættustjórnun sé samþætt starfseminni og hún nýtt til að styðja við ákvarðanatöku 

  • Að umfang áhættustjórnunar sé í samræmi við umfang starfseminnar og eðli hinnar ýmsu starfsemi

  • Að ábyrgð og starfsskyldur er varðar áhættustjórnun séu vel skilgreind og öllu starfsfólki kunnugar

  • Að áhættuvilji og áhættuviðmið séu skilgreind og raunhæft tillit tekið til þeirra við meðhöndlun á áhættu

  • Að áhætta sé auðkennd, metin og við henni brugðist með viðeigandi hætti  

    • Ný og aðsteðjandi áhætta auðkennd, metin og við henni brugðist fyrirfram og tímanlega eftir því sem nauðsyn krefur 

    • Viðvarandi eftirlit með áhættu sem ávallt er til staðar og hún reglulega endurmetin samhliða breytingum í umhverfi og/eða virkni stýringa

    • Viðeigandi stýringar innleiddar og þær virkjaðar að teknu tilliti til kostnaðar hverju sinni

  • Að áhættuvitund innan starfseminnar sé tryggð með þjálfun, umræðu og upplýsingagjöf

Samræmd nálgun við flokkun áhættu nýtist við útfærslu viðmiða fyrir áhættutöku og skýrslugjöf. Vöktun áhættu og útfærsla áhættuvísa er vandasamt verk en með skýrri nálgun við útfærslu áhættusniðs er það mun auðveldara. 

 

Ávinningur sem vænta má af innleiðingu á heildstæðri áhættustjórnun er m.a.:

  • bætt yfirsýn hagaðila um áhættu 

  • sameiginlegur skilningur starfsmanna á hugtökum áhættustjórnunar og aukin áhættuvitund

  • skýr og aðgengileg aðferðafræði við gerð áhættumats, aukin samræming og samhæfing verkferla og þar með meiri skilvirkni og betri áhættumenning

  • bætt innra eftirlit og aukin fylgni við lög og reglur

  • samræmd skýrslugjöf um niðurstöður áhættumats

  • samræming í  vinnubrögðum þvert á starfsemi 


Mikilvægt er að skilgreina áhættulandslad og viðmið fyrir áhættu, útfærslu á aðferðafræði við áhættuskorun, 5x5 eða 10x10 og skorfylki fyrir áhættumat ásamt tengingu áhættu við markmið og stefnu skipulagsheildarinnar. Styður við þriggja línu eftiriltsumhverfi og samræmda áhættustjórnun og er í samræmi við alþjóðlega staðla eins og ISO 31000 og COSO ERM Guidelines.

áhættulisti.JPG

Framsetning upplýsinga

Vel útfært áhættulandslag styður við greiningu og vinnslu mikilvægra upplýsinga um áhættu.

Með skýru skipulagi og flokkun er auðvelt að draga saman niðurstöður og upplýsinga hagaðila eftir þörfum á einfaldan máta.

"Hvaða stýringar eru algengastar eftir vægi?"

"Hver er helsti áhættuvaldur heilsu og öryggis?

"Hver er staðan á net- og upplýsingaöryggisáhættu?"

"Hvaða aðili ber ábyrgð á rekstraráhættu?"

powerBI2.jpg
bottom of page