top of page

Ávinningur af skilvirkri áhættustjórnun

Vöktun áhættu og útfærsla áhættuvísa er vandasamt verk en með skýrri nálgun við útfærslu áhættusniðs í sértæku áhættukerfi er það mun einfaldara og hefur talsverðan tímasparnað í för með sér.

Skilvirk áhættustjórnun byggir á fjölda markmiða sem þarf að rýna reglulega og uppfæra í þeim tilgangi að ná fram stöðugum umbótum. Samræmd nálgun við flokkun áhættu nýtist við útfærslu viðmiða fyrir áhættutöku og skýrslugjöf.

Stefnumótun

Pólitík, lög og samfélag
-
Orðspor
-
Markaðsumhverfi
-
Tækni og þróun

Fjárhagur

Fjármögnun og lausafé
-
Mótaðilar
-
Reikningsskil
-
Markaðir

Rekstur

Heilsa og öryggi
-
Net- og upplýsingaöryggi
-
Innviðir og búnaður
-
Kerfi og ferlar
-

Hlíting

Lög
-
Reglufylgni
-
Lausafé og fjármögnun
-
Áreiðanleiki fjárhagsupplýsinga
-
Viðskiptasiðferði

Dæmi um ávinning af heildstæðri áhættustjórnun:

  • Sameiginlegur skilningur starfsmanna á hug-
    tökum áhættustjórnunar og aukin áhættuvitund

     

  • Skýr og aðgengileg aðferðafræði við gerð áhættumats, aukin samræming og samhæfing verkferla og þar með meiri skilvirkni og betri áhættumenning

  • Bætt innra eftirlit og aukin fylgni við lög og reglur
     

  • Samræmd skýrslugjöf um niðurstöður áhættumats
     

  • Samræming í vinnubrögðum þvert á starfsemi
     

  • Bætt yfirsýn hagaðila um áhættu

Helstu markmið áhættustjórnunar

  • Að áhættustjórnun sé samþætt starfseminni og hún nýtt til að styðja við ákvarðanatöku
     

  • Að umfang áhættustjórnunar sé í samræmi við umfang starfseminnar og eðli hinnar ýmsu starfsemi
     

  • Að ábyrgð og starfsskyldur er varðar áhættustjórnun séu vel skilgreind og öllu starfsfólki kunnugar
     

  • Að áhættuvilji og áhættuviðmið séu skilgreind og raunhæft tillit tekið til þeirra við meðhöndlun á áhættu
     

  • Að áhætta sé auðkennd, metin og við henni brugðist með viðeigandi hætti

  • Ný og aðsteðjandi áhætta auðkennd, metin og við henni brugðist fyrirfram og tímanlega eftir því sem nauðsyn krefur
     

  • Viðvarandi eftirlit með áhættu sem ávallt er til staðar og hún reglulega endurmetin samhliða breytingum í umhverfi og/eða virkni stýringa
     

  • Viðeigandi stýringar innleiddar og þær virkjaðar að teknu tilliti til kostnaðar hverju sinni
     

  • Að áhættuvitund innan starfseminnar sé tryggð með þjálfun, umræðu og upplýsingagjöf.

bottom of page