top of page

Þuríður Hilmarsdóttir - Consultant 


Þuríður er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og með mastersgráðu í grafískri hönnun frá Kaupmannahöfn. Árið 2009 hóf Þuríður störf á stofunni Faust Dyrbye Í Kaupmannahöfn sem er sérhæfð markaðs og hönnunarstofa. Þar starfaði Þuríður til ársins 2012 við hönnun og mörkun fyrir ráðstefnur og sýningar m.a. fyrir A.P. Møller, Bose, Banedanmark, FL Smidt og Finansrådet. Frá árinu 2012-2014 starfaði Þuríður á auglýsingastofunni Fíton í Reykjavík þar sem hún var hluti af 4-6 manna teymum sem sáu um mörkun, hugmyndavinnu og heildarútlit fyrir m.a. Lýsingu, Lykil, Ölgerðina, Dominos, Te & Kaffi og Krossmiðlun. Árið 2014 sameinaðist Fíton PIPAR\TBWA þar sem Þuríður hélt áfram sambærilegum störfum. Árið 2017 hóf Þuríður BSc. nám í Tölvunarfræði við HÍ sem lauk nú í vor. Með náminu hefur hún m.a. unnið sem dæmatímakennari í Háskóla Íslands og tekið þátt í að þróa netnámskeið fyrir grunnnema í tölvunarfræði. Þúríður er ráðgjafi og vinnur að hugbúnaðargerð og þjónustu við viðskiptavini hjá Formönnum.

Hafa samband:
Netfang: thuri@formenn.is

bottom of page