top of page

Hlítingar- gagnagrunnur

Öll hlíting á einum stað. Flettu upp í gagnagrunni, kannaðu stöðu á fylgni við, lög og reglur, leyfi, samninga, samþykktir, heimildir o.s.frv. 

Skipulag

Flokkun eftir málaflokki sem er sniðinn að þinni skipulagsheild. Heilsa og öryggi, innkaup, mannauður, fjárstýring, rekstur, umhverfi, persónuvernd, mannvirki og innviðir, upplýsingaöryggi o.s.frv.

Sjálfvirkt eftirlit

Fáðu áminningar um hvernær fara á yfir hlítingu, skilgreindu tíðni yfirferðar, úthlutaðu ábyrgðaraðila fyrir yfirferð og notaðu sjálfvirka ferla í SharePoint til að vinna með hlítingaskrá.

Skýrslugjöf

Svaraðu fyrirspurnum frá eftirlitsaðila, stjórn eða öðrum hagaðilum um hlítingu.

Hægt að tengja hlítingu við ferli/eignir sem haldið er utan um í öðrum kerfum.

compliance.JPG

Starfsumhverfi fyrirtækja, stofnanna og sveitafélaga er sífellt að verða flóknara. Öllum skipulagsheildum ber að tryggja að viðeigandi kröfum sem gilda hverju sinni sé hlítt. Með lausninni fylgir miðlægur gagnabanki sem hægt er að nota til að hafa fullkomna yfirsýn yfir allar kröfur, lög og reglur, leyfi, heimildir, samninga sem eiga við og eru í gildi, tíðni á eftirfylgni stöðu, flokkað eftir viðeigandi málaflokkum, tegund og ábyrgðarðila. 

Með því að halda utan um þessar upplýsingar í miðlægum gagnagrunni er einnig auðvelt að lesa úr þessum lista frá öðrum kerfum til að koma í veg fyrir að verið sé að viðhalda sömu upplýsingum á mörgum stöðum. Uppýsingagjöf til hagaðila er einnig mun einfaldari og eftirlit ásamt því að hægt er að nýta innri kerfi sem eru fyrir til að tilkynna um stöðubreytingar, minna á í tíma ef yfirfara þarf stöðu eða gera grein fyrir hvað gert er til að hlíta kröfu og margt fleira.

Þá er hægt að tengja hlíngarskrá við verðmætaskrá (ferli, kerfi, fólk, aðstaða o.s.frv.) og með því tryggja enn betur samræmi skráninga og auðelda aðkomu sérfræðinga um ytri og innri kröfur til að kortleggja á einum stað stöðu hlítingar fyrir alla starfsemina.

Í stjórnunarstöðlum sem margar skipulagsheildir eru vottaðar samkvæmt eða starfa í samræmi við, er ein lykilkrafa að haldið sé vel utan um fylgni við ytri og innri kröfur.

Þú hefur yfirsýn um allar kröfur sem gilda um starfssemina og auðveldar um leið allt viðhald og umsýslu upplýsinga.

Styður við íslenska og alþjóðlega staðla

ISO 9001, ISO 14000, ISO 45000, ISO 27001, ÍST 85.

ermmatsþættir.JPG
bottom of page