main-1-1600.jpg

Microsoft 365

Lausnir byggja alfarið á Microsoft hugbúnaði. Notaðu innbyggða ferla í SharePoint til að 

  • samþykkja áhættu / aðgerðir

  • skora áhættu

Skýrslugjöf með PowerBI

Minimal Office

Lausnir sem Formenn hafa hannað byggjast alfarið á Microsoft hugbúnaði og er öryggi gagna og rekjanleiki vinnslu einn af mikilvægustu þáttum lausnanna. Vinnsla upplýsinga er miðlæg í MS SQL gagnagrunni og er undir fullri stjórn rekstraraðila kerfisins.

Notendaviðmót geta því verið ýmist í Outlook, Teams, SharePoint, Excel eða Skjold hugbúnaði. Þannig er hægt að aðlaga lausnina að hvers konar vinnslu sem hentar hverjum og einum. Fyrir framsetningu stjórnendaupplýsinga er hægt að nota PowerBI eða önnur sambærileg skýrslugerðarkerfi og einnig að nota Excel í greiningu gagna og/eða Skjöld hugbúnað.

Kerfishogun.JPG

Öll gögn eru miðlægt í gagnagrunni hægt að nota SQL Express eða aðrar útgáfur. Mjög lítið gagnamagn þar sem eingöngu texti er vistaður í gagnagrunni. Auðvelt að aðlaga að rekstrarumhverfi vista gagnagrunn í tölvuskýi eða innri kerfum og hafa þannig fulla stjórn á rekstri og aðgangsstýringu að gögnum sem unnið er með.

vinnustofa.JPG

Vinnuborð í Skjöld - Einfaldleiki hafður að leiðarjósi við hönnun á viðmóti. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með kerfinu er hægt að draga auðveldlega saman upplýsingar þvert á skrána eftir tegund, markmiðum, ábyrgð, vægi áhættu, stýringum o.s.frv.

Tenging áhættu við áætlun um samfelldan rekstur.

Viðhaltu verðmætum upplýsingum, útfærðu áhættuvísa og tryggðu vitund hagaðila um áhættustöðu.

Spjaldskra.JPG

SharePoint

Allar upplýsingar á einum stað

Með lausninni fylgja verklagsreglur og fullkominn upplýsingavefur sem auðvelt er að aðlaga eftir þörfum.

Notaðu ferli í SharePoint vinna á gögnum í áhættuskrá;

- samþykki áhættu

- áhættuskorun við endurmat

- aðgerðir

- áminningar og eftirlit

...

sp.JPG

Teams

Skjöl, skýrslur, verkefni og annað efni er hægt að hafa aðgang að með vinsæla forriti Teams.

Auðvelt aðgengi að upplýsingum um verklag og reglur og auðveldar verulega útfærslu fræðslu.