Ólafur R. Rafnsson
Ráðgjafi (Partner) - Áhættustjórnun og upplýsingaöryggi
Ólafur er kerfisfræðingur og Lead Auditor í ISO/IEC 27001 og Certified Information Systems Auditor frá ISACA síðan 2013. Ólafur starfaði hjá KPMG frá árinu 1998 til 2005, m.a. sem forstöðumaður upplýsingatæknimála og síðar sem ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum með áherslu á stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi rekstur kerfa og netöryggi.
Þá hefur Ólafur leitt fjölmörg verkefni sem varða framkvæmd á tæknilegum öryggisprófunum og aðstoðað við útfærslu á skipulagi við að festa í sessi reglubundnar úttektir á öryggi kerfa ásamt því að vinna við úttektir.
Ólafur var öryggisstjóri hjá Tryggingamiðstöðinni 2006, framkvæmdastjóri hjá Capacent IT Services 2006-2008, CIO hjá Capacent International og ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingatækni hjá Capacent frá 2006-2016. Ólafur hefur leitt innleiðingar á stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi hjá fyrirtækjum í orku-, fjármála-, og tæknigeiranum mörgum þeirra hefur lokið með vottun ásamt því að hafa komið að innleiðingu og samræmingu áhættustjórnunar hjá fjölda fyrirtækja og stofnanna.
Ólafur er formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands og starfar nú sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi hjá Formönnum.
Netfang: olafur.rafnsson@skjold.is
Elvar Þór Ásgeirsson
Ráðgjafi (Partner) - Hugbúnaðarsérfræðingur
Elvar er hugbúnaðarsérfræðingur, starfaði hjá VÍB sem hugbúnaðarsérfræðingur og forstöðumaður tölvudeildar frá 1996-2000, kom að forritun á eignastýringarkerfi bankans, sem varð eitt stærsta kerfi bankans og er enn í notkun, ásamt því að sinna daglegum rekstri. Elvar sá um eignastýringarkerfi bankans, nýsmíði kerfa fyrir Markaðsviðskipti, nýjan verðbréfavef (ergo.is) fyrir innlend og erlend verðbréfaviðskipti.
Elvar sá um þróun og rekstri á Kondor+ sem var viðskipta og áhættustýringarkerfi Markaða. Frá 2010 til 2013 var Elvar einn eigandi Dynax ehf , hugbúnaðarhús, og kom að smíði Nóra, skráningar og greiðslukerfi fyrir félagasamtök og hópa. Frá 2012-2014 var Elvar BI Manager hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen en starfar nú sem ráðgjafi við rekstur og útfærslu högunar gagnavöruhúsa hjá Formönnum.
Netfang: elvar.asgeirsson@skjold.is