top of page

Hvar erum við?

Þú getur nálgast okkur með
því að senda tölvupóst
á formenn@formenn.is
eða hringja í síma

840 2000

-

Við erum með skrifstofu
í Mörkinni 3,
108 Reykjavík.

Hver erum við?

Formenn er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að einfalda úrvinnslu og framsetningu flókinna upplýsinga.

Fyrirtækið samanstendur
af ráðgjöfum og hugbúnaðarsérfræðingum með áratuga reynslu á þessu sviði.

Hvað gerum við?

Við aðstoðum viðskiptavini
að ná árangri.

-

Við einföldum flókin úrlausnarefni og bjóðum þjónustu og ráðgjöf í áhættustjórnun, upplýsngaöryggi og
rekstur gagnagrunna.

Lausnir

 Stefnumótun áhættustjórnunar

  Innleiðing áhættustjórnunar

Framkvæmd áhættumats

Gerð viðbúnaðaráætlana

Innleiðing á ISO 27001

Innri úttektir á ISO 27001

-

Innleiðing á PowerAutomate

Innleiðing á PowerBi

Hugbúnaðargerð

Ráðgjafar okkar eru alltaf tilbúnir í að taka samtal við þig um vottanir, verklag og verkefni.

 

Með því að halda áfram að vafra um á síðunni þá samþykkir þú notkun vafrakaka.


Persónuverndarstefna Formanna

1. Almennt/Yfirlýsing um persónuvernd
Formenn ehf. (hér eftir ,,Formenn“ eða ,,félagið“) tryggir að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Hér má fá upplýsingar um reglur Formanna hvað varðar persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. söfnun þeirra, varðveislu og öryggi. Formönnum er umhugað um persónuvernd einstaklinga og er stefna félagsins að vinna með eins lítið af persónuupplýsinga og þörf krefur vegna þeirra verkefna sem félagið sinnir. 

 

2. Hvað eru persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling ,,skráðan einstakling“. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu og félagslegu tilliti. 

 

3. Söfnun og notkun upplýsinga
Formenn kunna að safna persónuupplýsingum vegna heimsókna aðila á heimasíðu og í tengslum við samskipti á síðunni. Söfnun og notkun persónuupplýsinga eru því fyrst og fremst unnar á grundvelli heimsókna á heimasíðu og samskipta við aðila á síðunni. 

 

4. Skráningargögn heimasíðu
Formenn safna upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú heimsækir heimasíðu félagsins (,,skráningargögn/vafrakökur“). Þessi skráningargögn geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þeirrar þjónustu sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar og önnur talnagögn. 

 

5. Vinnsla þriðja aðila með upplýsingar
Þriðji aðili kann að vinna með persónuupplýsingar sem eru í vörslu Formanna á grundvelli þjónustu- og verktakasamnings. Í þeim tilvikum gengur felagið úr skugga um að þjónustuaðili og/eða verktaki fylgi þeim lög og reglum sem gilda um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 

 

6. Öryggi
Formenn styðjast við og verklag um stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt alþjóðlegum stjórnunarstaðli ISO/IEC 27001:2013, sem samræmist regluverki persónuverndarlöggjafar hér á landi til að leitast við að vernda þær persónuupplýsingar sem félagið býr yfir á hverjum tíma.

 

7. Réttindi þín við vinnslu persónuupplýsinga
Þú átt rétt á að fá aðgang að eigin persónuupplýsingum og upplýsingum um vinnsluna. Einnig átt þú rétt á að láta leiðrétta persónuupplýsingarnar þínar, takmarka og andmæla vinnslu þeirra, auk réttarins til þess að flytja eigin gögn. 

 

8. Breytingar á persónuverndarreglum
Persónuverndarreglur þessar kunna að vera uppfærðar eftir þörfum. Við slíka uppfærslu munu Formenn tilkynna og upplýsinga um breytingar með því að birta nýja persónuverndarreglur á vefsíðu félagsins. Breytingar á persónuverndarreglum skulu taka gildi strax við birtingu þeirra á vefsíðu Formanna.

 

9. Gildistaka
Þessar reglur voru samþykktar af stjórn félagsins þann 1. maí 2019 og tóku gildi við það tímamark.

bottom of page