top of page
Computer Programming

Útgáfa 4.1.1 - Hvað er nýtt?

Til að uppfæra í útgáfu 4.1.1, þá þarf að uppfæra gagnagrunninn áður en útgáfan er sett upp, sjá upp-
lýsingar í leiðbeiningum.  Hér að neðan má sjá þær nýjungar / breytingar sem gerðar voru í útgáfu 4.1.1.

Áhættulisti 

 • Hlíting - aðgerðaráætlanir (BCP/DRP) - aðgerðir.  Ef farið er með mús yfir þessa dálka eða smellt á þessa dálka þá koma meiri upplýsingar.  Hægt er að opna aðgerðaráætlanir beint í gegnum þessa mynd.

 • Síun sem er valin helst inni þó að gögnin uppfærist.

 • Upplýsingum bætt við í mælaborð.
   

Skráning á áhættu 

 • Hlíting er tengt við "Segment" til að auðveldara sé að velja rétt gildi.

 • Í Aðgerðaráætlunum (BCP/DRP) er hægt að skrá inn mörg gildi.

 • Það eru takmarkanir á því hver getur samþykkt áhættu (sjá 5. lið í Umsjón).

 • Útlitsbreytingar.
   

Aðgerðir 

 • Ný tegund "Validate controls". Núna er hægt að velja stýringu sem hefur verið skráð á áhættu til að hægt sé að staðfesta að stýringin virki. Hægt er að láta þetta flæða í úttektarkerfi.​

 • Eingöngu hægt að velja áhættur sem notandi hefur aðgang að.
   

Umsjón

 • Umsjónarhlutinn er kominn inn í Skjöld, ekki er þörf á að nota Xaddmin.

 • Þessi mynd er aðgangstýrð, eingöngu umsjónaraðilar hafa aðgang að.

 • Notendur geta bætt við starfstitli, deild og svið. Þeir sem nota AD tengingu geta sótt þetta sjálfkrafa.

 • Umsjónaraðili getur stýrt hvernig valmynd hvers notanda lítur út, með tillit til aðgangs.

 • Notendur sem hafa aðgang að "Segment" er skipt í 3 rólur, Notandi, Eigandi og Umsjónaraðili.  Þetta er notað í þeim tilgangi að stýra hvaða notendur geta samþykkt áhættu og einnig til að stýra hvað birtist í boxinu yfir eigendur.  Hægt er að stýra þessu í glugganum Forsendur -> Uppsetning, þ.e. hvort að allir starfsmenn eða bara eigendur birtast (Sjá lið 1 í Uppsetning).
   

Uppsetning

 • Búið að bæta við haki að þannig að hægt sé að láta eigendaboxin birta eingöngu aðila sem eru skráðir sem eigendur í umsjónarmynd.
   

Ógnir

 • Núna er hægt að viðhalda upplýsingum í kerfinu, þarf ekki að nota Xadd.
   

Stýringar

 • Núna er hægt að viðhalda upplýsingum í kerfinu, þarf ekki að nota Xadd.
   

Matsþættir

 • Núna er hægt að viðhalda upplýsingum í kerfinu, þarf ekki að nota Xadd.
   

Stillingar

 • Búið að sameina stillingar, glugga og um kerfið í einn glugga.
   

Annað

 • Ef kerfið missir tengingu við gagnagrunn þá er tengst aftur.​

 • Kerfið lokast sjálfkrafa klukkan 23 á hverju kvöld, 10 mínútur fyrr kemur viðvörun. 
  Þetta er gert til að auðvelda tækniþjónustu að uppfæra kerfin.

 • Aðrar villulagfæringar.

bottom of page