top of page

Viðmót

Raða gögnum í töflu

Ef smellt er á haus í töflu þá raðast eftir þeim dálki. 

Ef smellt er aftur þá er raðað í öfuga röð.

Til að raða eftir fleiri en einum dálk, þá er hægt að halda "Shift" takka inni og smella á næsta dálk, en þá er raðað næst eftir honum.

 

Ef smellt er á haus í töflu með hægri takka þá koma upp fleiri möguleikar.  Raða í hækkandi eða lækkandi röð, hreinsa röðun á dálk eða hreinsa röðun á öllum dálkum sem notandi hefur raðað eftir.

sortDataInTables.png

Síur

Hægt er að stilla eftir hverju hætturnar birtast með því að nota síuna lengst til vinstri í glugganum. Hætturnar raðast í tréð eftir síunni. Síun sem er valin helst inni þótt

að gögnin uppfærist.

filter.png

Flýtileið í leitarglugga

Ef ýtt er á Ctrl + F (smellið fyrst á griddið/töfluna) þá opnast leitargluggi fyrir ofan.

search.png

Stillingar

Umsjón

Umsjónarhlutann er að finna undir Umsjón (e. Admin) -> Notendur (e. Users). Þessi hluti er aðgangsstýrður og þarf notandi að vera umsjónaraðili (e. admin) til að komast þangað. Þar er hægt að bæta við starfstilti, deild og sviði fyrir notendur. 

adminPage.png

Aðgangur að sviðum

Til að gefa notanda aðgang að sviði má fara smella á Aðgangur (e. Access) undir Stjórnanda flipanum. Þar er hægt að bæta við sviði á notanda með því að færa það úr vinstri dálk yfir í hægri.

Adgangur.png

Áhættuskrá

Skráning á nýrri áhættu

Þrjár leiðir eru til að skrá nýja áhættu:

  1. Flýtiskráning (e. Quick)
    Eftir að áhætta hefur verið skráð má alltaf fara inn aftur og bæta við hana upplýsingum

  2. Ítarleg skráning (e. Detailed)

  3. Vinnustofa (e. Workshop)
    Hentar vel þegar hópur vinnur saman að matsferlinu

skraningAhaettu.png

Ítarleg skráning - matsferli

  1. Skráið áhættmatsþátt undir Segment

  2. Gefið áhættunni titil og lýsingu og skráið eiganda áhættunnar undir Risk Description

  3. Undir Risk classification skráist hvaða flokk áhættan tilheyrir

  4. Í slaufugreiningu (Bow-Tie Analysis) er skilgreint hvaða stýringar eiga að vera til staðar fyrir og eftir áhættuatburð

  5. Gefið áhættunni skor í Risk Assesment. Eðlislæg áhætta er alltaf rauð, en litur á eftirstæðri áhættu ræðst af skorinu. Til að sjá viðmiðin sem notuð eru til þess að meta áhrif og líkur á áhættu má klikka á mynd af hitakorti.

DetailedRisk.png

Færa, bæta við eða eyða dálkum

Auðvelt er að raða dálkum í þá röð sem maður vill.  þú velur dálk, heldur með vinstri músartakka inni og dregur hann á þann stað sem þú vilt að hann sé.  Kerfið vistar síðustu breytingar þegar þú opnar það næst.

Ef þú vilt fela dálk þá er smellt á "Hide This Column".  Ef þú vilt bæta honum aftur við síðar eða velja aðra dálka sem eru í boði, þá velur þú "Column Chooser" og dregur þann dálk á þann stað í töflunni sem þú vilt að hann sé staðsettur.  "Best Fit" aðgerðirnar er til þess að stækka/minnka dálka eftir innihaldi.

moveColumns.png

Draga saman gögn eftir dálkum

Það getur verið þægilegt að horfa á gögn samandregin eftir ákveðnum dálkum.  Til að gera það, þá eru 2 leiðir.

Hægri smellt á þann dálk sem þú vilt draga saman, og valið "Group By This Column".  En þá opnast fyrir ofan töfluna svæði sem sýnir hvaða dálkur er valinn.  Ekkert mál er að draga fleiri dálka.  Ef valið er "Show Group By Box" þá er þetta svæði alltaf sýnilegt.  Síðan er alltaf hægt að hægrismella og velja "Hide Group By Box".

groupByColumn.png

Ef hægrismellt er á svæðið þar sem búið er að draga saman dálka, þá er hægt að fela það svæði með því að smella á "Hide Group By Box", hreinsa alla dálka sem hafa verið valdnir með því að smella á "Clear Grouping".  Síðan er hægt að birta öll gögn eða draga þau saman með því að ýta á "Full Expand" eða "Full Collapse".

Clear Grouping

Hlutverk (e. roles) notenda

Notendur sem hafa aðgang að segment er hægt að skrá sem users, owners eða admin. Þannig er hægt að stýra hvaða notendur hafa aðgang að áhættu og hverjir geta samþykkt áhættu. 

userRoles.png

Takmarka hverjir eru eigendur áhættu

Til að stilla kerfið þannig að aðeins eigendur innan segment geti verið eigendur áhættu má fara í Forsendur (e. setup) og þaðan í uppsetning (e. setup) og þá birtist glugginn eins og sést hér að neðan. Hakið þar við "Only owners within segments can be risk owner". 

ownersSegments.png

Áhættulisti

Ef farið er með mús yfir eða smellt á dálkana hlíting (e. compliance) og aðgerðaráætlanir  (BCP/DRP) koma meiri upplýsingar. Einnig er hægt að opna aðgerðaráætlanir beint í gegnum þessa mynd.

risksComplianceBCP.png

Ítarleg skráning - viðbraðgsaðgerðir

  1. Þegar matsferli er lokið þá kemur að þeim þætti að taka þarf afstöðu.
    Ef eftirstæð áhætta (e. residual risk) er utan viðmiða þarf að taka afstöðu til þess í Risk Strategy hvaða aðgerðir þarf að framkvæma til að bregðast við og innleiða betri varnir þannig að eftirstæð áhætta verði innan viðmiða.

  2. Þegar skrefi 1 er lokið fer áhættan í samþykkt með nýrri aðgerð og viðkomandi ábyrgðaraðili þarf að bregðast við með því að fara inn í Risk Status og annað hvort að samþykkja eða hafna.

matsferli-vidbragd.png
Viðmót
Stillingar
Áhættur
bottom of page